Skoða samstarf í æskulýðsmálum

Mikil ánægja ríkir með samstarf sem verið hefur milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamannahrepps um Félagsmiðstöðina Zero á Flúðum.

Er vilji hjá báðum þessum sveitarfélögum að vinna að formlegu samstarfi um rekstur félagsmiðstöðvarinnar.

Þar sem Hvítárbrúin er að komast í notkun þá eru einnig þreifingar hafnar um frekara samstarf í íþrótta- og æskulýðsmálum við Bláskógabyggð.