Skoða lífdíselverksmiðju á Hvolsvelli

N1 hefur látið framkvæma útreikninga sem benda til þess að repjuræktun sé arðbær og áætlanir liggja fyrir um að reisa lífdíselverksmiðju á Hvolsvelli.

Samkvæmt útreikningum N1 er mögulegt að rækta um 15 til 20 þúsund tonn af repju á ári hér á landi. Áætlanir liggja fyrir um að reisa lífdíselverksmiðju í húsnæði N1 á Hvolsvelli en mikið af repjunni myndi falla til á Suðurlandi.

Samkvæmt upplýsingum frá N1 er unnið að áreiðanleikakönnun af fullum krafti og þar á bæ telja menn þetta mjög spennandi kost. Endanlegar ákvarðanir verða teknar með sumrinu.

Ísólfur Gylfi Jónsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, sagði í samtalið við Sunnlenska að viðræður við forráðamenn N1 væru á algeru byrjunarstigi.

Fyrri greinÖkumaðurinn slapp með skrekkinn
Næsta greinDúndurfréttir í Hvíta í kvöld