Skoða breytta notkun Leikskála

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps lagði Ásgeir Magnússon sveitarstjóri fram hugmyndir að breyttri notkun félagsheimilisins Leikskála í Vík.

Í þeirri hugmynd er gert ráð fyrir því að koma fyrir í húsinu skrifstofu sveitarfélagsins, bókasafni hreppsins og góðum fundarsal sem einnig gæti nýst félagasamtökum og starfi eldri borgara í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn samþykkti að vísa tillögunni til frekari skoðunar í áður kosinni nefnd til að fjalla umframtíðarnotkun hússins.