Skoða að selja leiguíbúðakerfið í heild

Bæjarráð Árborgar samþykkti nýlega samhljóða að kortleggja hvaða eignir, lönd, lóðir og fasteignir í eigu Árborgar kemur til greina að selja.

Skila á niðurstöðum og tillögum til bæjarstjórnar fyrir 1. janúar næstkomandi.

Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, segir það koma til greina að selja leigubústaðakerfið í heild eða sem einstakar íbúðir.

Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir ekki mega skera meira niður í þjónustu og kominn tími á að skoða eignasölu, og nefnir þar til sögunnar Björgunarmiðstöðina á Selfossi.

Meira í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT