Skjálfti við þekkta sprungu

Í morgun kl. 7:30 varð jarðskjálfti upp á 2,4 á Richter með upptök við Haukadal í Landsveit. Skjálftinn fannst í Landssveit og á Hellu en upptökin eru við þekkta jarðskjálftasprungu frá 1912.

Þá var talsvert hefur verið um smáskjálfta í Mýrdalsjökli í kringum hádegi í dag en stærstu skjálftarnir mældust 1,9 og 2,3 á Richter. Upptök þeirra voru rúma tvo kílómetra frá Goðabungu.