Skjálfti upp á 3,7 í Holtunum

Eystra-Gíslholtsvatn. Ljósmynd/Veiðivefurinn

Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 var um klukkan 8:40 í morgun með upptök við Ketilstaðaholt, skammt norðan við Eystra-Gíslholtsvatn í Holtum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni voru upptök skjálftans á 7,4 km dýpi en skjálftinn varð á þekktri jarðskjálftasprungu og fannst hannvíða á Suður- og Suðvesturlandi. Nokkur eftirskjálftavirkni hefur fylgt.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er þetta stærsti skjálftinn á svæðinu síðan í maí 2014 þegar skjálfti af stærð 4,2 mældist á sprungunni.

Lesendur sem hafa haft samband við sunnlenska.is fundu skjálftann vel í Rangárþingi, á Selfossi og í Uppsveitum Árnessýslu.

Fyrri greinUppskerudagur í Alviðru á sunnudaginn
Næsta greinKallað eftir hugmyndum íbúa um nýtt íþrótta- og útivistarsvæði á Hellu