Skjálfti og skipsflök í Landanum

Í Landanum í Sjónvarpinu í kvöld verður meðal annars fjallað um jarðskjálftarannsóknir á Selfossi og skipakirkjugarð í Meðallandsfjöru.

Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi verður heimsótt. Þar verður til að mynda sýnt hvernig Hveragerði flengdist fram og aftur áður en bærinn staðnæmdist þar sem hann nú er, 20 sentimetrum norðvestar en hann var áður en Suðurlandsskjálftinn í maí 2008 reið yfir.

Í þættinum verður líka fjallað um skipakirkjugarðinn í Meðallandsfjöru og slysavarnarskýlið í fjörunni, sem hefur verið gert upp.

Fyrri greinMeð óspektir við vistina
Næsta greinBlessað barnalán í Hveragerði