Skjálfti nálægt Hellisheiðarvirkjun

Hellisheiðarvirkjun í byggingu.

Kl. 7:24 varð jarðskjálfti af stærð 3,6 við Norðurvelli í Ölfusi, rúmum 4 km norðvestan við Hellisheiðarvirkjun.

Skjálftinn fannst vel í Hveragerði, á höfuðborgarsvæðinu og allt upp á Akranes. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst en þeir hafa allir verið af stæðinni 1 eða minni.

„Miðað við staðsetn­ingu eru þetta lík­lega fleka­hreyf­ing­ar. Þetta er á mjög virku jarðskjálfta­svæði,“ seg­ir Ein­ar Bessi Gests­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands í samtali við mbl.is.

Fyrri greinStórt tap gegn toppliðinu
Næsta greinSigríður Munda ráðin sóknarprestur