Skjálfti í Torfajökulsöskjunni

Löðmundur séð til suðausturs, Frostastaðavatn bak við fjallstoppinn og Torfajökull í bakgrunni til hægri. Ljósmynd © Mats Wibe Lund - mats@mats.is

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð kl. 17:16 í dag í Reykjadölum, norðvestan við Hrafntinnusker. Staðsetning skjálftans er í vestanverðri Torfajökulsöskjunni. 

Nokkrir minni eftirskjálftar hafa mælst. Síðast urðu skjálftar af þessarri stærðargráðu á svæðinu í janúar 2019 og ágúst 2018. 

Veðurstofunni hefur borist tilkynning að skjálftans hafi orðið vart við Landmannahelli, sem er tíu kílómetrum norðan við upptök skjálftans.

Fyrri greinTokic áfram á Selfossi
Næsta greinStokkseyrarvörnin raknaði upp