Kl. 18:42 í kvöld varð jarðskjálfti af stærðinni 2,2 í Ölfusi. Veðurstofan hefur fengið nokkrar tilkynningar frá Hvergerðingum um að skjálftinn hafi fundist þar í bæ.
Upptök skjálftans voru tæpum kílómetra sunnan við Hótel Eldhesta á Völlum í Ölfusi, á 3,6 km dýpi.
Nokkrir minni skjálftar hafa mælst á svæðinu í dag, en um er að ræða virkt jarðskjálftasvæði og því ekki um óeðlilegar hreyfingar í jarðskorpunni að ræða, að sögn Veðurstofunnar.

