Skjálfti í Langjökli fannst vel í uppsveitunum

Hlöðufell, Langjökull og Eiríksjökull fjær. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Skjálfti af stærðinni 4,6 varð í Langjökli í gærkvöldi. Upptök skjálftans voru tæpum 1.700 metrum norðan við hreppamörk Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar og Borgarbyggðar, vestarlega í jöklinum.

Sunnlenska.is hafa borist tilkynningar um að skjálftinn hafi verið þrælöflugur í uppsveitunum, til að mynda á Flúðum og Laugarvatni. Hann fannst einnig á Selfossi og Eyrarbakka og allt austur á Hvolsvöll.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur fjöldi eftirskjálfta fylgt í kjölfarið.

Fyrri greinHergeir og Roberta best á Selfossi
Næsta greinElvar íþróttamaður ársins í Rangárþingi eystra