Í morgun klukkan 4:38 mældist skjálfti af stærðinni 3,4 að stærð skammt vestan við Leirubakka í Landssveit. Þónokkur eftirskjálftavirkni hefur fylgt skjálftanum.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi orðið á þekktu sprungusvæði á Suðurlandsbrotabeltinu, en síðast varð skjálfti af svipaðri stærð á þessum slóðum í janúar á þessu ári
