Skjálfti í Landssveitinni

Við Leirubakka í Landssveit. Ljósmynd/Fjallaland

Í morgun klukkan 4:38 mældist skjálfti af stærðinni 3,4 að stærð skammt vestan við Leirubakka í Landssveit. Þónokkur eftirskjálftavirkni hefur fylgt skjálftanum.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi orðið á þekktu sprungusvæði á Suðurlandsbrotabeltinu, en síðast varð skjálfti af svipaðri stærð á þessum slóðum í janúar á þessu ári

Fyrri greinStífbónaðir glæsivagnar á Selfossi
Næsta greinBráða­birgða­brú hífð á Ölfusá með stærsta krana lands­ins