Skjálfti fannst vel í Hveragerði

Í Reykjadal. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 varð í Dalafelli, rétt norðan við Hveragerði, klukkan 1:28 í nótt.

Veðurstofan fékk tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist vel á svæðinu, til dæmis í Hveragerði.

Skjálftinn var stakur og mældust engir eftirskjálftar en svæðið er þekkt skjálftasvæði.

Fyrri greinLeiðsögn um sýninguna Missi
Næsta greinTveimur nýjum bókum fagnað