Klukkan 00:04 í nótt mældist jarðskjálfti af stærð 3,6 við Vestari Skaftárketil í Vatnajökli. Einn eftirskjálfti af stærð 0,8 fylgdi honum.
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálfti af stærðinni 3,1 mældist á svipuðum slóðum 11. september síðastliðinn. Skjálftar af þessari stærðargráðu eru óalgengir en ekki óeðlilegir á þessu svæði.
Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu í nóvember 2018 sem var 3,5 að stærð.

