Skjálfti að stærðinni 4,3 í Kötluöskjunni

Í dag klukkan 15:14 varð jarðskjálfti af stærðinni 4,3 í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli. Skjálftinn fannst í og við Vík í Mýrdal. Enginn gosórói er sjáanlegur.

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Fleiri skjálftar hafa orðið í fyrr í vikunni. Á þriðjudag mældist jarðskjálfti af stærð 3,1 í norðanverðri Kötluöskjunni og tveir skjálftar á mánudag voru stærri en 3,0.