Skjálftar í Skriðu

Skjaldbreiður. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist nyrst í fjallinu Skriðu í Bláskógabyggð, rétt suðaustur af Skjaldbreið kl. 15:24 í dag.

Skjálftinn var á rúmlega 2 km dýpi og er hluti af jarðskjálftahrinu sem hefur staðið yfir á þessu svæði síðustu daga.

Veðurstofan fékk tvær tilkynningar um að skjálftinn í dag hafi fundist í byggð.

Fyrri greinStefán ráðinn byggðaþróunarfulltrúi Rangárþings eystra og ytra
Næsta greinBúrfellsvegur tilbúinn í lok mánaðarins