Klukkan 21:10 og 21:12 í kvöld mældust tveir jarðskjálftar, báðir 3,3 að stærð rétt við Vestari-Hvalhnúk á Heiðinni há í Ölfusi. Upptök skjálftans voru á um 5km dýpi.
Um tíu eftirskjálftar hafa mælst. Sunnlenska.is hefur fengið tilkynningar frá lesendum sínum að skjálftinn hafi fundist mjög vel við Hlíðarvatn í Selvogi og einnig í Þorlákshöfn.
