Skjálftahrina norðan Sandfells

Klukkan 5:58 í morgun var jarðskjálfti að stærð 3,2 skammt norðan Sandfells á Biskupstungnaafrétti, um 10 km norðan við Geysi í Haukadal.

Skjálftinn fannst vel á Geysi, í Miðdal og við Syðri-Reyki í Biskupstungum.

Um 70 jarðskjálftar hafa mælst á þessum slóðum frá miðnætti en þessi skjálftahrina hefur staðið með hléum frá því um helgina.

Fyrri grein2,9 milljónir í Markaðsstofuna
Næsta greinÁrni Rúnar hættir í sveitarstjórn