Skjálftahrina í Sortanum

Upptök flestra skjálftana eru um 3 km norðvestan við Þingborg. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lítil jarðskjálftahrina hófst í Sortanum í Flóahreppi í nótt en síðasta sólarhringinn hafa orðið um tuttugu skjálftar á svæðinu og eru þeir allir minni en 1 að stærð.

Algengt er að smáskjálftahrinur sem þessar verði á þessu svæði. Það gerðist síðast í febrúar árið 2018 en þá var stærsti skjálftinn 2,1 og fannst hann vel á Selfossi. Sú hrina fjaraði fljótlega út.

Fyrri greinNóg um að vera á Flúðum um helgina
Næsta greinSköpunarkraftur Íslendinga – Sálfræði ímyndunaraflsins