Skjálftahrina í Mýrdalsjökli

Í kvöld varð skjálftahrina í Mýrdalsjökli þar sem þrír skjálftar á rúmlega einni hálfri mínútu mældust yfir þremur stigum.

Stærsti skjálftinn mældist 3,6 stig kl. 23:06 en hinir mældust 3,1 stig kl. 23:05 og 3,5 stig kl. 23:07.

Upptök stærstu skjálftanna voru rúmlega fjóra kílómetra NNV af Hábungu á rúmlega þriggja kílómetra dýpi.

Í athugasemdum vakthafandi jarðvísindamanns á Veðurstofunni kemur fram að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið.