Skjalasafnarar í viðhafnarbúningi

Starfsmenn Héraðsskjalasafns Árnesinga á Selfossi héldu konunglega brúðkaupsdaginn í dag hátíðlegan enda eru allir starfsmenn safnsins afkomendur Noregskonunga að langfeðratali.

Sökum uppruna starfsmannanna rennur í þeim öllum blátannarblóð og í tilefni dagsins brugðu þeir sér í viðhafnarbúning, drukku jarlagráa (Earl Gray) og snæddu samlokur með gúrku.

Á myndinni eru starfsmenn safnsins, Lord Sævar Logi Ólafsson, Lord Þorsteinn Tryggvi Másson, Lord Gunnar Sigurgeirsson og Lady Sigríður G. Gísladóttir.

Fyrri greinStórslysaæfing á HSu
Næsta greinSveitarfélagið lánar skika til ræktunar