Skipti glæða markaðinn

Að sögn Guðbjargar Heimisdóttur, fasteignasala hjá Fasteignasölu Suðurlands, hefur fasteigna­mark­aðurinn í Þorlákshöfn verið að lifna lítillega við þó hæpið sé að segja að hann sé fjörlegur.

„90% viðskipt­anna eru makaskipti þar sem fólk er að stækka eða minnka við sig. Á meðan bankarnir eru svona lokaðir og erfiðir er erfitt að koma viðskip­um á,“ sagði Guðbjörg.

Að sögn Guðbjargar hefur fast­eignaverð ekki lækkað mjög mikið í Þorlákshöfn, það er þá helst í þeim tilfellum þegar bankarnir hafa selt húsnæði í sinni eigu en slíkar sölur eru fáar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinEkkert land undir uppistöðulón
Næsta greinHlynur Geir í toppbaráttunni