Skipa vinnuhóp um þróun íþróttasvæða

Íþróttamiðstöðin á Hellu. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Byggðaráð Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum í morgun að skipa vinnuhóp um framtíðarskipulag íþróttavallarsvæða í sveitarfélaginu.

Ástþór Jón Ragnheiðarson verður formaður hópsins, en auk hans eru Erla Sigríður Sigurðardóttir, Sóley Margeirsdóttir og Heiðar Óli Guðmundsson skipuð í hópinn ásamt því að heilsu- íþrótta- og tómstundafulltrúi sveitarfélagsins verður starfsmaður hópsins.

Vinnuhópnum er ætlað að vinna að stefnu og koma með hugmyndir að því hvernig útiíþróttaaðstaða í Rangárþingi ytra á að byggjast upp, ásamt því að koma með grófa kostnaðaráætlun á hugmyndum. Meðal verkefna hópsins verður meðal annars að koma með framtíðarsýn fyrir nýjan íþróttavöll á Hellu og útiíþróttaaðstöðu á Hellu, í Þykkvabæ og á Laugalandi.

Niðurstöður þessarar vinnu eiga að liggja fyrir ekki síðar en 1. nóvember næstkomandi.

Fyrri greinÍslandsmet, mótsmet og fimm HSK met á MÍ 11-14 ára
Næsta greinFyrstu tónleikar Emilíu Hugrúnar