Skínandi húfur í þúsunda vís

„Húfurnar slógu í gegn enn eitt árið. Í umdæminu öllu frá Reykjanesbæ austur að Höfn dreifðum við um 3.000 húfum,“ segir Rúnar Guðjónsson umdæmisstjóri VÍS á Suðurlandi.

Í október bauð fyrirtækið viðskiptavinum sínum með F plús tryggingu að sækja skínandi fallega barnahúfu á næstu skrifstofu.

„Þetta er í fimmta skipti sem við efnum til þessa skemmtilega viðburðar þegar skammdegið færist yfir. Húfurnar auka öryggi þeirra sem þeim skarta þar sem þær endurkasta ljósi í myrkrinu. Það er gaman að láta gott af sér leiða með þessum hætti og gríðarlega gefandi að fá yngstu kynslóðina í heimsókn á skrifstofurnar og leysa börnin út með þessari gjöf,“ segir Rúnar.

Fyrri grein„Þetta er algjörlega gjörbreytt aðstaða“
Næsta greinRata ekki niður af Sólheimajökli