Skimað á aðfangadagsmorgun

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Opið verður fyrir COVID-19 sýnatökur hjá Heilbrigðistofnun Suðurlands á Selfossi á milli kl. 8:30 og 9:00 á aðfangadagsmorgun.

Ekki verða sýnatökur á jóladag og ekki á laugardag og sunnudag, frekar en venjulega. Ekki verður því hægt að komast í skimun á Selfossi fyrr en mánudaginn 28. desember.

Opið verður fyrir skimanir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, nema á jóladag.

Í dag eru 15 manns í einangrun vegna COVID-19 á Suðurlandi, flestir í Sandvíkurhreppi, 9 talsins. Sex eru í sóttkví og 293 í landamærasóttkví.

Flestir eru í landamærasóttkví í Sandvíkurhreppi, 79 talsins, en samkvæmt upplýsingum frá Elínu Freyju Hauksdóttur, umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi, eru flestir í mismunandi gistiúrræðum en hótel og gistiheimili hafa gefið sig út fyrir að hýsa fólk í sóttkví.

Fyrri greinSS styrkir Selfoss áfram
Næsta greinGert ráð fyrir jákvæðum rekstri hjá Hveragerðisbæ