Skiluðu ríkissjóði 52 milljónum

Í Ölfusinu eru tvær fastar hraðamyndavélar á vegum Vegagerðarinnar, önnur við Kirkjuferju og hin við Gljúfurholt. Alls voru 2.299 ökumenn kærðir á þessum stöðum árið 2013.

Til austur óku 1.395 of hratt en 904 til vesturs. Heildarsektir sé miðað við að meðalsektin sé um 22.000 krónur voru því tæpar 52 milljónir vegna vélanna í Ölfusi.

„Vélarnar í Ölfusi voru reyndar ekki í gangi allt árið. Önnur var óvirk frá því í júní til áramóta m.a. vegna bilunar og kvörðunar [stillingar], hin var send í kvörðun í lok október og var því ekki í gangi út árið. Væntanlega væru þessar tölur hærri ef þær hefðu verið að störfum allt árið. Hvað kvörðina varðar þá eru þær sendar reglulega til Noregs í kvörðun svo allt sé 100 prósent,“ segir Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi en þar eru haldið utan um tölur vegna vélanna.

Fyrri greinAuðveldara að kaupa fíkniefni en kippu af bjór
Næsta greinKanna áhrif virkjunar á nærsamfélagið