Skiltum, hliði og merkingum stolið

Lokunarbúnaður, merki og skilti á vegum Umhverfisstofnunar og læst hlið nytjaréttarhafa í Dyrhólaey voru fjarlægð í nótt af óþekktum aðilum.

Þegar Eiríkur Sigurðarson, landvörður í Dyrhólaey, kom til vinnu sinnar í morgun höfðu stöðvunartilkynningar og merkingar sem Vegagerðin setti upp í maí verið fjarlægðar og sömuleiðis hlið og griðing sem nytjaréttarhafar læstu á dögunum. Eiríkur segir engin ummerki vera um búnaðinn sem hafi verið fjarlægður af svæðinu.

Áætlað hafði verið að opna fyrir umferð út í Dyrhólaey sl. miðvikudag en það hafði ekki verið gert og sagði Eiríkur að málin yrðu skoðuð hjá Umhverfisstofnun í dag.

Undanfarin ár hefur verið mikil barátta á vorin milli þeirra sem vilja loka fyrir umferð um Dyrhólaey til að vernda varpfugl og þeirra sem vilja veita ferðamönnum aðgang að svæðinu.