Skilti afhjúpað á Múlatorgi

Í dag afhjúpuðu langafabörn Sigurgeirs Ingvarssonar, Geira í Múla, skilti á Múlatorgi á Selfossi, með nafni torgsins.

Sumarið 2010 voru samþykkt nöfn á öll hringtorg í Árborg að undangenginni nafnasamkeppni. Haustið 2010 var hafist handa við að merkja torgin þegar skilti var afhjúpað á Tryggvatorgi en ætlunin er að merkja öll torgin í framtíðinni.

Í dag, 18. júlí, var skiltið á Múlatorgi afhjúpað, á fæðingardegi Geira sem hefði orðið 98 ára í dag. Geiri var kaupmaður í áratugi í Versluninni Múla, í samnefndu húsi við Eyraveg sem nú hýsir Tónlistarskóla Árnesinga.

Það voru langafabörn Geira, Ástríður Erna, Marteinn og Elmar Ás sem afhjúpuðu skiltið. Viðstaddir voru afkomendur Geira og Sævar Sigursteinsson, Sævar í Múla, sem flutti í Múla tveggja ára gamall með fjölskyldu sinni og bjó þar í tæpa tvö áratugi.