Skilti afhjúpað á Egilstorgi

Síðastliðinn laugardag var hringtorginu á mótum Tryggvagötu, Fossheiðar og Langholts á Selfossi formlega gefið nafnið Egilstorg.

Torgið er nefnt til minningar um Egil Thorarensen, kaupfélagsstjóra. Það var langalangalangafabarn Egils sem afhjúpaði skiltið. Hún heitir Aníta Ósk Ægisdóttir og er þriggja ára en hún naut aðstoðar Kjartans Björnssonar, formanns íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar.

Öll hringtorgin í sveitarfélaginu fengu nafn árið 2010 að undangenginni nafnasamkeppni en Egilstorg er þriðja torgið þar sem sett er upp skilti. Áður hafa Tryggvatorg og Múlatorg fengið sitt nafn á skilti.

Fyrri greinNikkuleikur á sundlaugarbakkanum
Næsta greinSkoða viðbyggingu við Krakkaborg