Skilaði fundnu fé á lögreglustöðina

Lögreglustöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Skilvís erlendur ferðamaður kom á lögreglustöðina á Selfossi í dag með peninga sem hann fann í Reykjavík, nánar til tekið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu við Austurbakka 2.

Ferðamaðurinn óskaði eftir aðstoð lögreglu við að finna eiganda peninganna.

Sá sem telur sig eiga peningana, eða þeir sem hafa upplýsingar um eiganda þeirra, geta haft samband við lögregluna á Suðurlandi. Lögreglan tekur fram að eigandi peninganna verður að geta gert grein fyrir eignarhaldi sínu á þeim.