Skilaboð til blómaþjófa á lúxusjeppa

„Sæl hjón sem að komuð á svörtum Porsche Cayenne í dag, föstudaginn langa og tókuð plönturnar úr blómakerjunum hjá mér kl 14:38. Þið náðust á 4 öryggismyndavélar ásamt bílnúmeri.”

Svona hljómar Facebook-kveðja frá Guðna B. Gíslasyni, veitingamanni á Hafinu bláa við Ölfusárósa til þjófa á lúxusjeppa sem voru á ferð við Hafið bláa í gær.

„Ég bið ykkur um að hafa samband við mig í síma 483-1000. Ég vil síður fara með þetta í lögregluna en geri það þó á þriðjudagsmorgun hafi ég ekki heyrt frá þér,” segir Guðni sömuleiðis á Facebook.