Skíðamenn komnir til byggða

Skíðagöngumennirnir þrír, sem festust uppi á Snæbreið við Öræfajökul, komu til byggða um klukkan sex í morgun.

Þetta kemur fram á fréttavef Ríkisútvarpsins. Þar segir að ekkert hafi amað að mönnunum.

Björgunarsveitarmenn frá Kirkjubæjarklaustri og Höfn voru kallaðir út til að aðstoða mennina. Sex manna hópur fór á snjóbíl og vélsleðum upp Breiðamerkurjökul.

Mennirnir þrír voru á skíðagöngu á jöklinum, en óskuðu eftir aðstoð við að komast niður. Hvasst var á jöklinum og slæmt skyggni.

Vitað var hvar mennirnir héldu sig, því þeir voru í símasambandi allan tímann.