Skíðamenn fundust heilir á húfi

Björgunarsveitir fundu nú fyrir skömmu tvo erlenda skíðamenn sem leitað var að norðan við Mýrdalsjökul. Voru þeir í ágætu ásigkomulagi en þó orðnir nokkuð hraktir eftir að hafa misst tjald og búnað í aftakaveðri.

Mennirnir sendu þeir neyðarboð eftir að þeir misstu tjald sitt og voru björgunarsveitir með staðsetningu mannanna.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar og kom hún á svæðið í þann mund er björgunarsveitir fundu mennina. Mun hún flytja þá til byggða. Um 40 björgunarmenn tóku þátt í aðgerðinni.