Skemmtilegt í Þorlákshöfn og Grindavík um helgina

Ýmislegt verður gert af tilefni opnunar Suðurstrandarvegar um helgina, bæði í Þorlákshöfn og Grindavík. Yfir þrjátíu manns hefur skráð sig í skoðunarferð til Grindavíkur á morgun.

Þar mun Ómar Smári segja sögur og fræða gesti á leiðinni. Í Grindavík verður vel tekið á móti gestum í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavikur.

Í Þorlákshöfn verður opin sýning og bókamarkaður á Bæjarbókasafni Ölfuss laugardag kl. 11:00-14:00 og á sunnudag kl. 15:30-17:00. Í Herjólfshúsinu við bryggjuna verður opið um helgina frá 11:00-18:00 og þar verður ýmislegt í boði og sannkölluð bryggjustemning á sunnudaginn eftir klukkan 14:00.

Grindvíkingar og Þorlákshafnarbúar hvetja gesti til að kíkja í heimsókn og aka Suðurstrandarveginn í sumar.

Fyrri greinKjörfundi lokið á Sólheimum
Næsta greinIngi Rafn með fimm mörk í stórsigri Ægis