Skemmtanahald til fyrirmyndar

Lögregla segir að hátíðin Kótelettan sem fram fór á Selfossi um helgina hafi farið vel fram en mál manna er að gæsla í tengslum við hátíðina hafi verið til fyrirmyndar.

Afskipti voru höfð af nokkrum ölvuðum einstaklingum sem létu til sín taka við Hvítahúsið. Þeir voru teknir úr umferð og róaðir niður.

Engar líkamsárásir hafa verið kærðar eftir helgina. Lögreglan telur víst að það komi til af því að lögreglumenn sem voru við gæslu á skemmtun við Hvítahúsið hafi kæft nokkrar slíkar í fæðingu og þar með afstýrt alvarlegum árásum.

Fyrri greinNíu leikmenn skrifuðu undir
Næsta greinHvergerðingar inn í Brunavarnir Árnessýslu