Stór, amerískur jeppi með flutningskerru valt á þjóðvegi 1 við Kirkjubæjarklaustur síðdegis í dag.
Slysið átti sér stað austast í þorpinu, örskammt frá lögreglustöðinni. Bíllinn lenti í lausamöl í vegkantinum og valt á hliðina. Kerran slitnaði aftan úr bílnum og fór út af veginum hinum megin.
Ökumaðurinn var einn á ferð og slapp ómeiddur en bíllinn og kerran eru stórskemmd.