Skemmdir unnar á Selfossvelli

Skemmdir voru unnar á Selfossvelli í nótt þegar bílum var ekið inn á völlinn. Greinileg ummerki voru á vellinum og virðist sem eknir hafi verið nokkrir hringir á frjálsíþróttavellinum áður en ökumenn létu sig hverfa af vettvangi.

Þeir sem hafa orðið varir við umferð á vellinum eða vita eitthvað um málið eru hvattir til að hafasamband við lögregluna eða Sveinbjörn Másson vallarstjóra í síma 897-7697.

Fyrri greinIllskiljanlegt að þeir tekjuhæstu fái mest í sinn hlut
Næsta greinÖxará flæðir yfir bakka sína