Skemmdir unnar á fjórum bílum

Um síðustu helgi voru unnin skemmdarverk á fjórum bílum sem voru í geymslu við Gagnheiði 49 á Selfossi. Rúður voru brotnar með því að kasta í þær meðal annars rafgeymi, múrsteinum og netakúlum.

Einnig var búið að beygla yfirbyggingu og brjóta ljós á bílunum og er tjónið umtalsvert.

Lögreglan veit ekki hvort þarna hafi verið börn eða fullorðnir að verki en hún biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma lögreglunnar; 480 1010.


Ljósmyndir/Lögreglan á Selfossi
Fyrri greinSnorri Þór sigraði í Jósepsdalnum
Næsta greinEygló með 770 þúsund í mánaðarlaun