Skemmdir unnar á bílum á Selfossi

Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarið hafi nokkuð borið á eignaspjöllum á bílum á Selfossi.

Aðfaranótt síðastliðins sunnudags voru skemmdir unnar á svörtum Chevrolet Cruze fólksbifreið sem stóð við íbúðarhús á Hlaðavöllum á Selfossi. Plasthlíf fyrir neðan framstuðara var brotin sennilega með því að sparka í hana. Ef einhver býr yfir upplýsingum vegna þessa er sá beðinn að hafa samband í síma 444 2010.

Fyrr í dag greindi sunnlenska.is frá því að aðfaranótt föstudags voru unnin skemmdarverk á svartri Kia bifreið sem stóð í innkeyrslu íbúðarhúss á Sólvöllum á Selfossi.

Þá voru unnin meiriháttar skemmdarverk á tækjum og bíl í Gagnheiði um síðustu helgi.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Ökuskírteinið klippt hjá Kóreumanni
Næsta greinTorfæruhátíð á Hellu um næstu helgi