Skemmdarvörgum gert að sópa upp eftir sig

Kerlingarfjöll, séð til austurs. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri í gær.

Um minniháttar spjöll var að ræða og voru ferðamönnunum fengin kústar og hrífur í hönd og gert að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. 

Lögregla hefur málið til rannsóknar.

Fyrri greinEftirlit við Landeyjahöfn í dag
Næsta greinÖlvaðir og örþreyttir eiga ekkert erindi út í umferðina