Skemmdarverk á Svarfhólsvelli

Skemmdarverk voru unnin á æfingasvæði Golfklúbbs Selfoss á Svarfhólsvelli aðfaranótt sl. laugardags.

Speglar í kennarabás voru brotnir og rusl og brotnar kylfur lágu á víð og dreif um svæðið þegar kylfingar mættu þangað á laugardagsmorgni.

Á heimasíðu GOS kemur fram að eftirlit verði aukið á vellinum fyrir sumarið með öryggismyndavélum og vöktun.

Þjófnaður á golfkúlum var mikill síðasta sumar en um 4.000 kúlur hurfu af æfingasvæðinu.

Skemmdarverkin hafa verið kærð til lögreglu.

Fyrri greinJökulsporðurinn 150 metrum ofar
Næsta greinSvanborg yfirljósmóðir hættir störfum