Skemmdarverk á Óskalandi

Leikskólalóðin við Óskaland. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Skemmdir voru unnar á leiksvæði barna á lóð leikskólans Óskalands við Finnmörk í Hveragerði á dögunum. Atvikið var tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku.

Rólur voru skemmdar, krotað á veggi, kveikt í dagblöðum og fleiri skemmdir unnar.

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um hver eða hverjir voru þarna að verki eru beðnir að hafa samband við lögregluna með þær upplýsingar.

Fyrri grein101 lóðaumsókn á Hellu
Næsta greinInnsýn í hulda heima á bókasafninu