Skemmdarvargur náðist

Rúður voru brotnar í tveimur fyrirtækjum, Set og TRS, við Eyraveg á Selfossi í síðustu viku.

Lögreglumenn á vakt unnu að rannsókn málsins og eftir nokkra eftirgrennslan komust þeir á snoðir um hver var að verki.

Við yfirheyrslu játaði sá verknaðinn og verður málið að líkindum leitt í sáttameðferð.