Skemmdarvargur keyrði um Stokkseyrarvöll

Miklar skemmdir voru unnar á knattspyrnuvellinum á Stokkseyri síðastliðna nótt þegar bíl var ekið á rennblautum vellinum.

fotbolti.net greinir frá þessu.

Hluti vallarins var spændur upp og er ljóst að einhver hefur leikið sér að því að spóla á viðkvæmu grasinu.

Margt var um manninn á Stokkseyri um helgina þar sem hin árlegja Bryggjuhátíð fór fram. Vitni sáu bláan pallbíl keyra á vellinum og er skemmdarvargsins leitað.

Stokkseyri teflir fram karlaliði sem leikur í 4. deild karla í sumar og eiga þeir næst heimaleik þriðjudaginn 29. júlí.

Fyrri greinHátíðin Sumar á Selfossi aldrei verið glæsilegri
Næsta greinÖðruvísi raw snickerskaka