Skemmdarvargar tóku leigubíl

Skömmu fyrir kl. 5:00 á sunnudag voru brotnar tvær rúður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni.

Fjórir ungir menn eru grunaðir um verknaðinn en þeir voru horfnir á braut með leigubíl þegar lögregla kom á staðinn.

Lögreglan á Selfossi veit hverjir mennirnir eru og munu þeir verða kallaðir til yfirheyrslu vegna málsins.