Skemmdarvargar á Selfossi

Í nótt voru unnin skemmdarverk á stórri vinnuvél við steypustöðina í Hrísmýri á Selfossi.

Vélin var grýtt með brotum úr gangstéttarhellum þannig að rúður brotnuðu og stjórnbúnaður skemmdist.

Að sögn lögreglu hleypur tjónið á mörg hundruð þúsundum króna.

Skemmdarvargarnir eru ófundnir.