Skeiðamenn og Gnúpverjar komnir með Útsvarslið

Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun keppa í spurningaþættinum Útsvari föstudaginn 10. nóvember næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélagið tekur þátt í keppninni.

Búið er að manna lið sveitarfélagsins en það munu skipa þau Anna Kristjana Ásmundsdóttir í Stóru-Mástungu, Bjarni Rúnarsson á Reykjum á Skeiðum og Steinþór Kári Kárason frá Háholti.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun etja kappi við Dalvíkurbyggð og binda Sunnlendingar miklar vonir við að þetta öfluga lið Skeiða- og Gnúpverjarhrepps muni ná langt í Útsvarinu í vetur.

Fyrri grein„Gerum þetta enn stærra á næsta ári“
Næsta greinTvö sunnlensk börn tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum grunnskóla í Svíþjóð