Skeiðgnúp: O-listinn með meirihluta – hlutkesti varpað um fimmta sætið

O-listinn, Okkar sveit, sigraði í kosningunum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og fær þrjá menn kjörna. Annar maður F-listans vann oddvita J-listans í hlutkesti.

Þrír listar voru í framboði: F- listi Framsýnar og uppbyggingar, J- listi fyrir Fjölbreytt og réttlátt samfélag og O- listi fyrir Okkar sveitar.

Á kjörskrá voru 399 kjósendur og á kjörstað mættu 341, eða 85,5%.

Lokatölur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru þessar:
F listi – 98 atkvæði 28,73% 2 menn
J listi – 49 atkvæði 14,36%
O listi – 186 atkvæði 54,54% 3 menn

Auðir seðlar og ógildir – 8

Fulltrúar í sveitarstjórn eru:
Björgvin Skafti Bjarnason O-lista
Einar Bjarnason O-lista
Meike Erika Witt O-lista
Gunnar Örn Marteinsson F-lista
Halla Sigríður Bjarnadóttir F-lista

Halla Sigríður Bjarnadóttir F-lista vann Önnu Sigríði Valdimarsdóttur, oddvita J-listans, í hlutkesti og því fær F-listinn 5. sætið í sveitarstjórn.

UPPFÆRT KL. 23:49