Skátarnir í skjól í Vallaskóla

Allir þátttakendur á skátamótinu World Scout Moot á Selfossi þurftu að fella tjöld og rýma tjaldsvæðið við Suðurhóla á Selfossi í hvassviðrinu í gær.

Allir skátanir voru fluttir í skjól í Vallaskóla og væsti ekki um þá þar. Um 500 skátar eru á Selfossi vegna mótsins, ásamt ellefu öðrum stöðum á landinu. Hópurinn heldur svo á Úlfljótsvatn um helgina þar sem allir skátahóparnir sameinast.

Jafnstór hópur hefur dvalið í Hveragerði þessa vikuna og hafa skátarnir þar, eins og í Árborg, unnið ýmis verkefni í þágu samfélagsins og þá helst við að fegra umhverfið.

Þann tíma sem skátarnir eru ekki við sjálfboðaliðastörf sinna þeir margskonar verkefnum, fara í gönguferðir og njóta þess sem umhverfið hefur upp á að bjóða.
Í kvöld verður svo kvöldvaka í Sigtúnsgarði á Selfossi með skátasöngvum og varðeldi og eru allir velkomnir þangað.
Fyrri greinStórglæsileg dagskrá og besta veðrið á Flúðum
Næsta greinHöskuldur ráðinn umhverfisfulltrúi