Skátarnir fara í Glaðheima

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í gær að hafinn verði undirbúningur að flutningi á starfsemi Skátafélagsins Fossbúa á Selfossi og Frístundaklúbbs fatlaðra í húsnæði Glaðheima um næstu áramót.

Skátaheimilið er nú í gamalli útistofu á lóðinni við Sandvíkurskóla en það hús mun víkja vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við Sundhöll Selfoss.

Háskólafélag Suðurlands og fleiri aðilar hafa nú aðstöðu í Glaðheimum, sem er fyrrum leikskólahús við Tryggvagötu. Sú starfsemi mun flytjast í hið nýja Sandvíkursetur í gamla barnaskólanum um áramótin.